Ég held það bara! Ég er búin að vera bardúsa ýmislegt undanfarið... Til dæmis var ég notuð sem tilraunadýr.......og Helga sem hárgreiðsludýr í gær og útkoman er bara þvílikt flott! Hún mætti sko alveg skipta um starfsvettvang!! Hún litaði mig, setti strípur og klippti og já.....bara flott!

Síðan fór ég að skoða íbúð í gær. Hún er rétt hjá leikskólanum, beint á móti matvöruverslun og rétt hjá Hafdísi og Hrund líka! Semsagt fullkomin staðsetning!! Hún er auðvitað töluvert dýrari en þessi, en ómæ það eru ekki partý út um alla blokk og frekar litlar líkur á að öllu verði stolið í þvottahúsinu!

Íbúðin hér er lítil þegar maður er með 4ra ára skottu sem vill bara leika sér í stofunni. Það er gólfteppi á henni allri......nema renningur af dúk fyrir framan vaskinn, eldavélina og ískápinn......semsagt gólfteppi undir eldhúsborðinu, sem er auðvitað æði þegar full skál af súrmjólk dettur í gólfið!

Síðan er takmarkað niðurhal hér á netinu!!! KRÆST !!! ég er sko búin að komast rækilega að því! og þegar maður fer yfir þetta nánasarlega niðurhal þá er netinu lokað á dagin!!! Það er sem sagt bara opið á milli miðnættis og 9! Fáránlegt vægast sagt...... Ég meina ég GET EKKI búið við takmarkað niðurhal! ég þarf að sækja:

Dexter
Heroes
Desperate houswifes
Boston Legal
ANTM
Beauty and the Geek
survivor
Greys Anatomy
Ugly Betty

og Lost þegar það byrjar aftur! Það sjá allir að þetta gengur ekki...ég er semsagt að horfa á þetta í þvottahúsinu þegar ég er að bíða eftir vélunum ;-)

Allavega þá er ég númer 4 á listanum yfir þessa flottu stóru íbúð sem ég skoðaði og ef hinir 3 sem eru á undan mér vilja hana ekki þá fæ ég hana og flyt um miðjan nóvember ;-)

Skólinn gengur...held ég...það er próf á föstudaginn í Database og í dag bað ég kennarann að skipta yfir í ensku...ég skil bara ekki baun í þessu hjá honum og er alltaf orðin svo yfir mig þreytt og syfjuð þegar hálftími er liðinn af tímanum þannig að þetta var ekki að ganga...en það var mun betra í morgun, ég var ekki eins syfjuð og uppgefin á að einbeita mér! Vonandi lagast þetta...

Andra og Önju gengur bara vel eins og áður...Andri ellllskar(not) fermingarfræðsluna og kirkjuferðirnar á sunnudögum!! ég meina drengurinn fær sko aldeilis fína fræðslu í Guðs orði !!!! ahahhahahaaahah-hann kvartar sáran yfir þessu ;-)

bless í bili!

3 Comments:

  1. Helga Hin said...
    Ertu búin að tala við SAB um að þú viljir íbúðina?
    Hey, ég get líka alveg látið þig fá ýmsa þætti gegn VÆGU gjaldi! Hahahahahahahahahahahahahahaha....
    Konfekt er t.d. löglegur gjaldmiðill!
    Þórunn said...
    hey já sniðugt!!! þá á ég sennilega eins og 3 þætti inni hjá þér LOLOL

    já ég sagði þeim í dag að ég vildi taka hana og það var enginn annar búin að hringja út af henni þannig að ég krossa bara fingur!!
    Anonymous said...
    Hey þú gleymdir að telja upp Bold and beautiful!!!! Mamy!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds