Haustblíða

Já það er greinilega komið haust hér...Litirnir á trjánum hreinlega geggjaðir, en ég er nú samt ekki búin að drífa mig neitt út í skóg að taka myndir...geri það fljótlega.

Hér er annars allt gott að frétta. Ég var að fá annað húsnæði, mun stærra og miklu nær leikskólanum. Við fáum það afhent um miðjan nóvember. Þetta er 99 fermertra íbúið, maður fær bara víðáttubrjálæði þar! Síðan verður herbergi fyrir alla, sem þýðir að meira en nóg pláss verður að hýsa gesti!!

Læt þetta duga úr haustblíðunni, er að fara út að borða með Helgu, Hrund, Evu og kanski fleirum ;-)

2 Comments:

  1. Anonymous said...
    Til hamingju með nýja húsnæðið - Mamy!
    Anonymous said...
    Til lukku með nýja húsnæðið.
    Viltu svo drída þig út í skóg og taka haustlitamyndirnar svo þú verðir ekki of sein. Ég skellti me´r á Þingvöll á síðustu helgi í þeim erindagjörðum og allir haustlitir foknir út í veður og vind. Hvernig datt mér svo sem annað í hug búandi á þessu rokrassgati.

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds