Sumarfrí!!!!!

Yeeeeeeeessssssssss!!!!!!!!! Þá er ég komin í langþráð sumarfrí!! Ég var í prófinu í dag og fékk 10! Það er næst hæsta einkun skv. danska einkunarkerfinu...sem er eitt það undarlegasta sem ég hef séð!! Maður þarf að fá 02, 4, 7, 10, 12 til að standast próf en fall er 0,0 eða -3!! Ég hef alltaf sagt það að þeir kunna ekki að telja!!

Annars er það að frétta að ég fer í sónar á morgun til að tékka á því hvort það sé ekki alveg örugglega kríli þarna og þá líka til að staðfesta meðgöngulengd.

Ég hef á tilfinningunni að þetta sumar eigi eftir að vera ansi langt ef það verða margir dagar eins og í dag....vel yfir 25 stiga hiti...blanka logn og óbærilegt innandyra sem utan! ég held að ég sé alveg hætt við að fara til Afríku í hjálparstarf þegar ég verð 50....ég meina ég bráðna bara á fyrsta hálftímanum!!

Ég ætla að fara að koma mér á ströndina fljótlega ef þetta heldur svona áfram.. þá getur maður allavega stungið sér í sjóinn til að kæla sig niður!

6 Comments:

  1. Anonymous said...
    Til hamingju með þetta - og góða ferð á ströndina og njóttu þess - hér voru um 20 stig í dag en ekki alveg logn - Mamy!
    Anonymous said...
    Til hamingju með þetta, einkunina og strumpinn sem er á leiðinni. Skoðaði verkefnið.. MJÖG flott..

    Enn og aftur, til hamingju.. njóttu svo sumarsins vel.
    Anonymous said...
    Getur maður skoðað verkefnið????? Mamy!
    Þórunn said...
    takk takk!!

    já Mamma, lestu ekki textann??? LOLOLOL (eitthvað kannast ég við svona!) í færslunni hér fyrir neðan segi ég á einum stað að verkefnið sé hér....þetta hér er undirstrikað og ef þú smellir á það þá kemstu á síðuna mína ;) annars er slóðin líka http://thorunn.homepage.dk
    Anonymous said...
    Ohhh, og ég er en í rigningu og roki... Afhverju fór ég heim???? jæja allavegana, tilhamingju með verkefnið og farðu nú á ströndina og verða brún :)
    Anonymous said...
    Vel af sér vikið hjá þér. Ég hlakka ti að heyra fréttirnar úr sónarferðinni.
    Nei, nei ekki hætta við afríku. Við skellum okkur bara báðar, það hlítur nú að taka nokkrar vikur ef ekki mánuði að bræða af okkur allt lýsið í afríkusólinni hehehehe gerum eitthvert gagn á meðan og komum svo hoj og slank til baka ;-)
    kv,
    gugga

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds