Já nú er ég búin að skila Portfolio verkefninu mínu, loksins!!!! Mér finnst eiginlega að við höfum haft allt of langan tíma til að vinna það þar sem ég er komin með svo fullkomið ógeð á því að það hálfa væri nóg! Síðan á ég að vera með kynningu á því þann 2. júní og þá vonandi er ég búin ;) Hægt er að skoða heimasíðuna mína hér Ég á svo von á að hún breytist með tímanum...ja nema ég geri bara alveg nýja þegar ég er í stuði ;)

Við vorum annars að koma úr afmæli hjá Hinrik og Marek, það var haldið hér úti í skógi og var bara mjög gaman. Við Anja hjóluðum þangað en á leiðinni hittum við nokkra hesta sem við stálumst auðvitað inn til...bara svona til að spjalla ;)

Þessir hestar er ótrúlega sviplíkir þeim íslenska....en bara svo mörgum númerum minni!!
Það eru fleiri myndir af þeim í albúminu ;)

Síðan á hann Andri minn afmæli á morgun...hugsa sér að hann skuli vera orðinn 14 ára!!! Ég man það eins og í gær þegar hann fæddist!!!

Bless í bili...og verið nú dugleg að kvitta!!

9 Comments:

  1. Anonymous said...
    Voru engir veiðimenn þarna, bara hestar, þetta verður veiðikona, það veistu vel.
    Flottar myndir.
    G.Bender
    Helga Hin said...
    Til hamingju með skilin og takk fyrir daginn í dag.
    Anonymous said...
    Til hamingju með verkefnaskilin - flottar myndir af hestakonunni!!Mamy!
    Anonymous said...
    Til hamingju með afmælisstrákinn....og auðvitað skilin líka ;)
    Kveðja Hafdís
    Anonymous said...
    Lítill hestur... ég væi kannski ekki svo hrædd við þessa stærð.. En já tilhamingju með verkefna skilinn :)
    Anonymous said...
    He he ertu búin að tékka á IP tölunum undnfarið?...."litlar" mýs leynast víst víða...hlakka til að heyra hvort að osturinn sér farinn... hhahahahahahhahah
    Anonymous said...
    Hey - ég fer á bloggið 50 sinnum á dag - bara að kvitta !!! Mamy!!
    Anonymous said...
    Til hamingju með strákinn og verkefnaskilin. Dírðarinnar dásemdar blíða er þetta alla daga hjá ykkur. Hlakka til að koma í sólina í DK.
    Er Anja svona dýra frík eins og þú varst? gleymi aldrei músinni sem þú varst með í skólatöskunni LOL LOL! svo varst þú að sýna okkur Nínu hana inni á WC og hún slapp og stökk á ristina á mér djý........ég náði örugglega háa Cinu þá. Þú máttir ekkert aumt sjá og bjargaðir músunum úr gildrunum á loftinu hjá honum pabba þínum.
    kv,
    gugga
    Þórunn said...
    ahahahhahaha ég var sko búin að steingleyma þessu með músina!!! Já hún Anja mín er sko alger dýrakerling!! Því miður er hún með ofnæmi fyrir hundum og köttum, en ekki hestum!! Hún ætlar sko að verða hestastelpa þegar hún verður stór!

    og ég hef lítið breyst! ég horfi daglega á Animal Planet stöðina og skil bara ekkert í því af hverju ég er ekki dýralæknir!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds