Fjölskyldan komin heim!

Jæja, þá erum við komin heim, loksins!!

Eins og þið vissuð þá fórum við Gunni til Odense á sunnudaginn til að fara í gangsetningu á mánudagsmorgninum en þegar ég mætti á mánudaginn þá var ég komin með 4 í útvíkkun þannig að það var ákveðið bara að sprengja belginn. Það var svo gert kl 15.

Ég var búin að ákveða að þar sem ég mátti ekki nota baðið sem "verkjalyf" þá vildi ég fá mænudeyfingu, ég er ferlegur ketlingur þegar kemur að sársauka...sérstaklega þeim sem tengist móðurlífi... Hún var svo sett upp um kl. 17 en þá voru verkirnir orðnir nokkuð þéttir...

Við mænudeyfinguna duttu hríðarnar niður....eins og oft gerist og það var sett upp dripp hjá mér kl 18 til að herða á þeim. Um kl. 21 var ég komin með fulla útvíkkun og farin að finna all hressilega fyrir verkjum, þar sem $%&#$% deyfingin virkaði bara öðru megin!! Þetta hafði líka gerst þegar ég átti Andra og þá var þetta "lagað" í kvelli.....en blessuðum nemanum sem var með mig fannst ekki ástæða til að gera neitt, sama hvað ég sagði....Ég var því orðin frekar reið og pirruð þegar önnur ljósa kom, krafðist þess að fá meiri deyfingu....sem ég fékk auðvitað...en hún virkaði bara ekkert.....en svo fæddist þessi líka yndislega skotta okkar rétt fyrir kl. 23

Hún olli smá skrekk á stofunni, þar sem hún gaf ekki frá sér neitt hljóð allan tíman sem við vorum þarna...2 læknar komu og skoðuðu hana til að vera vissir um að allt væri í lagi...hún fékk súrefni í töluverðan tíma en svo fékk ég hana í fangið, þessa elsku

Við vorum góða stund í fæðingarherberginu, fengum bakka með kaffi, djús, vatni ristuðu brauði, skreyttu með danska fánanum LOL og ýmsu áleggi. Það var svo rosalega vel þegið og við réðumst á þetta eins og hungraðir úlfar!!

Síðan var okkur trillað inn á vökudeild, þar sem við mæðgur þurftum að vera í eftirliti út af blóðsykrinum. Dvölin þar var í alla staði frábær!!

Starfsfólkið hvert öðru yndislegra, ótrúlega hjálpsamt allt saman og ég á bara ekki orð yfir þjónustunni þarna!! Nú hef ég náttúrulega bara samanburð við færibandið á LSP sem ég gaf falleinkun fyrir 14 árum nú og ég hef ekki heyrt neitt mjög góðar sögur af vökudeildinni, þeas, aðstöðu fyrir foreldra......(er samt viss um að staffið þar er frábært!!)

Við mæðgur vorum í svolitlu brasi með brjóstagjöfina, báðar algerlega óreyndar á þessu sviði og litla hljóðláta konan mín sko með þeim óþolinmóðustu þegar kom að því að taka geirvörtuna!! Hún lætur sko í sér heyra þegar hún þarf að láta skoðun sína í ljós!! En konurnar á deildinni voru svo ákveðnar við hana að smám saman áttaði hún sig á að það þýddi ekkert að öskra á vörtuna, hún varð að sækja hana sjálf, hehehe!

Við vorum svo loksins útskrifaðar í dag, Helga kom og sótti okkur og hér erum við bara að hugga okkur við kertaljós (Það er svo kalt!!), ekki lengur litla fjölskyldan, heldur 5 manna stórfjölskylda!!

Við erum búin að nefna dömuna, hún heitir Hafrún Ása. Önju finnst nú þetta Hafrúnar nafn ómögulegt, hún segist ekki geta munað það og vill skipta!! en Ásu nafnið ágætt.......Hún var að reyna að semja um skipti í kvöld og stakk upp á að hún mundi bara heita Dísa Ása Lin!! LOLOLOLOL

From 2008-12-04


Það eru svo fleiri myndir inni á myndasíðunni sem þið komist í þarna í flipanum efst ;)

8 Comments:

  1. Anonymous said...
    ooo hún er svo sæt, ég er ekki frá því að það séu farin að klingja eggjahljóð hérna hjá mér við að skoða þessar myndir, oo hún er svo lítil og sæt!!! Gott að dvölin í Odense var góð, og ég hlakka til að koma í heimsókn og fá að sjá litlu dömuna
    kv Sigrún Anna
    Þórunn said...
    ahahah já það er nú frekar auðvelt að fá eggjahljóð við að skoða svona ný kríli!! Komdu endilega sem fyrst!! ;)
    Anonymous said...
    en sætar systur ynnilega til hamingju með hana :O)
    Anonymous said...
    Þið eruð yndislegar systur - til hamingju með hana og velkomin heim.
    Kv. Kristín, Jens og Katrín Lára
    Anonymous said...
    Gaman að sjá myndirnar af ykkur.
    Ég er ekki frá því að mér finnist Hafdís Ása lík honum Gunna.
    Flott stóra systir hún Anja ;D
    kv,
    gugga
    Anonymous said...
    Hæ sætustu systur. Til hamingju með litlu systur elsku Anja stóra systir og Andri besti stóri-stærsti bróðir. Með kossum og knúsum frá Sólveigu, Halla og kó.
    Anonymous said...
    Til hamingju. Svei mér ef það er ekki svipur með þeim systrunum. Var Gunni að þvælast í Kína fyrir einhverjum árum.
    Bestu kveðjur
    Arnbjörg
    Anonymous said...
    Elsku fjölskylda
    Hjartanlega til hamingju með litlu dömuna - dásamlegt bara og fallegt nafnið á fallegu dömunni. Stóra systirin á líka örugglega eftir að standa sig vel.
    Já og til hamingju með fjögra ára samveruafmælið, svoooo ótrúlega stutt síðan við fylgdumst með ykkur úti í Kína - ótrúlegt hvað tíminn líður. Fallega Anja hefur sannarlega þroskast fallega á þessum tíma og dafnað vel.
    Fullt af knúsi og kveðjum, Sigurbjörg, Axel og Anna Bíbí

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds