Fjögur ár saman...

Já það er ótrúlegt en á þessum degi fyrir 4 árum fengum við hana Önju okkar!! Ég man það eins og það hafi gerst í gær...það var alveg ótrúleg tilfinning að horfa á þessa grátandi mús í fanginu á starfsmanni barnaheimilisins, vitandi það að þessi stelpa væri sko okkar!!

Í tilefni dagsins tókum við upp dásamlegan lambahrygg...dýrðmæti sem er sko sparað til tyllidaga. Með honum var sko ekki síðra meðlæti, ora grænar baunir, rabbabarasulta á la Sirrý, rauðrófur og svo piparostasósa úr ekta íslenskum piparosti!! Ummmmm dásamlegt bara!!

6 Comments:

  1. Anonymous said...
    Velkomin heim með litla heimsins sætasta kríli. Hugsum til ykkar. Til hamingju með 4 ára afmælið.
    Ykkar Sólveig, Halli og kó
    Anonymous said...
    Var þetta ekki í fyrra???
    Ótrúlegt hvað tíminn líður - hún hefur verið alveg EINSTAKUR GLEÐIGAFI, hún Anja - við erum alveg ótrúlega heppin að fá hana - og vonandi er hún eins heppin að fá okkur - Mamy!
    Unknown said...
    This comment has been removed by the author.
    Unknown said...
    Já tíminn líður hratt, fjögur ár síðan við fegum þessa dúllu í hendurnar og hún grét og grét fystu klukkutímana. En í gærkveldi sagði hún ennþá eina gullsetningu.
    "Pabbi, ég hefði ekkert farið að gráta ef ég hefði vitað það strax að þetta væru þið, mamma og pabbi"
    Hún er óborganleg.
    G.Bender
    Anonymous said...
    Æ dúllan, það eru að koma þvílíkir gullmolar frá þessum stelpu þessa dagana! Innilega til hamingju með 4 ára samveruafmælið - söknuðum ykkar á laugardaginn.
    Kv. Kristín, Jens og Katrín Lára
    Anonymous said...
    Innega til hamingju með 4 ára samveruafmælið. Þið unnuð aldeilis í happadrættinu þegar þið fenguð þennan gullmola í hendurnar. Við komumst því miður ekki á sunnudag vegna veikinda á heimilinu....við komum sko um leið og við erum frískar mæðgurnar. Við þurfum líka að koma dótinu til ykkar:)
    Knús
    Dísa

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds