Odense í dag

Jæja við hjónin fórum til Odense í dag í eftirlit. Ég fór í vaxtasónar þar sem kom í ljós að daman er orðin 3300gr og allt leit bara mjög vel út ;) Það var tekin ákvörðun um að setja mig af stað þann 1. des og er það bara gott. Að vísu mundi ég alveg vilja að það yrði eitthvað fyrr sem skottan kæmi, ég er orðin ansi slæm af bjúg... var eitthvað að kvarta yfir því við læknana sem ég hitti í dag......en þeir bentu mér vinsamlega á að ég væri nú ekki 25 lengur!!!! ahahahhahahaha Ég veit sko ekki hvað þetta fólk er að meina!!!!! Mér líður sko alveg 25!!! Enda á ég 42 ára mömmu þannig að ég get nú ekki verið mjög gömul! hehehe

Það er sem sagt annars bara allt fínt að frétta héðan...Gunni kom 10. nóv... eftir laaant ferðalag með millilendingu í Berlín...sko það er víst í leiðinni til Kbh!!! En mikið er nú gott að vera búin að heimta hann! Ég keypti bara miða aðra leiðina fyrir hann, og krossa svo fingur um að bæði flugfélögin á Íslandi verð farin á hausin þannig að hann gerist bara dani á meðan við erum hér !! hehehe

Ég er enn í skólanum, mæti þó ekki í tíma heldur tek þátt í þeim verkefnum sem við þurfum að skila og nú í morgun skiluðum við næstsíðasta verkefni annarinnar. Það var tölvuleikur sem við áttum að gera í flash... Það gekk nú svona lala að gera hann, við vorum búin að plana mun stærri leik en við skiluðum, en okkur gekk illa að setja þetta inn í forritin og fá þetta til að fúnkera allt saman þannig að við skiluðum bara mjög litlum leik!! LOL en hvað um það, aðalatriðið í þessu verkefni var að gera sitt besta og hafa gaman af því..sem við sannarlega gerðum!! Síðan tekur bara lokaverkefnið við, sem við fáum upplýsingar um 5. desember og svo eigum við að skila því í byrjun janúar og þá er önnin búin......eða því næst.......bara eftir kynning sem er nokkurskonar munnlegt próf í lok janúar ;) Ég er bara bjartsýn á að mér nái að takast að ljúka önninni þrátt fyrir allt, enda í hóp með góðu fólki ;)

Læt þetta nægja í bili ;) endilega kvittið nú fyrir komuna ef þið hafið komist svo langt að lesa hingað niður LOLOLOL

5 Comments:

  1. Anonymous said...
    Las allt - heyrumst! Mamy!
    Anonymous said...
    Gott að heyra að daman dafnar vel. Vonandi tekst þér að klára önnina og ef ekki...þá er það bara þannig:)

    Knús
    Dísa
    Anonymous said...
    Auðvitað var gaman, það er alltaf svo gaman hjá okkur.
    Takk fyrir skemmtilega samveru í dag :)
    Anonymous said...
    Kvitt og knús!!! Gangi ykkur vel.
    Kveðja Rós
    Anonymous said...
    Gangi þér vel og skemmtu þér :)

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds