Bloggleti..

Já það er orðið langt síðan ég bloggaði...hef eiginlega ekki haft neitt að blogga um, held ég ;)

Ég fór aftur til Odense í gær í eftirlit og fékk þau fyrirmæli um að nú ætti ég að sprauta mig fyrir hverja aðalmáltíð. Mér líst nú ekkert á það.....er búin að sprauta mig 2x og sykurinn hækkar bara upp úr öllu valdi!! Ætla að hringja þangað á morgun ef þetta heldur svona áfram. Ég fór líka í sónar og skottan mín dafnar vel, stækkar eðlilega, legvatn eðlilegt, allt eðlilegt! Veit ekki hvað þetta fólk er eiginlega að kvarta!! Ég hef ekkert þyngst alla meðgönguna, þrátt fyrir að vera komin 7 mánuði á leið, léttist um 5 kg einhvern tíman í byrjun og það eru bara tæp 3 kg komin aftur af þeim ;) Ég er bara ánægð með það...nú og ljósan mín líka, þar sem allt lítur eðlilega út ;) Já og svo var mér sagt að væntanlegur fæðingardagur yrði líklega 1. desember en ekki 13. des. Ég verð sem sagt sett af stað þá skilst mér...annars finnst mér 8. des hljóma svolítið kúl...ég meina 08.12'08 það er svolítið töff tala!! ;)

Annars er svosem ekki mikið að frétta, nema mér skilst að það sé kreppa...ég reyni nú lítið að pæla í henni, finnst það ekki nauðsynlegt að sökkva sér í þunglyndi út af peningum...já ég á náttúrulega enga peninga til að tapa ;)

Hún Anna Leif vinkona mín kemur á morgun í heimsókn, mikið hlakka ég til!!
bless í bili, og takk fyrir kvittin!! Það er svo gaman og gott að fá kveðjur!

8 Comments:

  1. Rósbjörg Þórðardóttir said...
    Sæl frænka. Datt inn á þetta blogg í fyrsta sinn. Gaman að fá fréttir af ykkur. Vonandi gengur allt vel. Sá að þú átt vinkonu sem heytir Anna Leif eins og Dísa vinkona mín, ætli það sé sú sama? (Af Skaganum/nærsveitum) Hafðu það rosa gott og farðu vel með þig. Bkv. Rósbjörg
    Þórunn said...
    Hæhæ Gaman að sja þig hér !! ;) Jú þetta er sama Anna Leif, enda sú eina sem ber þetta nafn á Íslandi ;)
    Anonymous said...
    Sæl Skvís...08.12 er flottur afmælisdagur ekki spurning. Farðu vel með þig.

    Kv,
    Dísa
    Anonymous said...
    Hæ.
    Farðu vel með þig, passaðu stelpuskottin okkar. Var að koma úr Kjósinni, allt rosalega þungt hérna á klakanum.
    Allir biða að heilsa, Stella, Dúa,og Beggi, Gunna og Svenni......
    Anonymous said...
    Hæ aftur.
    Gleymdi að kvitta, er orðin eins og forsætisráðherra, mann ekki nema þriðja hvert orð og segir ekkert í hverri ræðunni af annarri.
    Kveðjur til Andra og Önju.....
    Bender
    Anonymous said...
    hæ sæta
    Vona að allt gangi vel hjá ykkur bumbusnúllu og auðvitað hinum krúttunum líka. Er loksins flutt á skagann og komin í samband við veraldarvefinn;) Heyrir í þér fljótlega, væri samt til í að fara að sjá þig.
    Knús Rós
    Anna Leif said...
    hæ hó
    komin heim aftur eftir Evrópuför... takk fyrir mig, gönguferð, prjónaskap, kastaníur og eplapönnukökur:) Anja við getum sko bakað pönnukökur aftur seinna, er það ekki?
    Þórunn said...
    það var svooo gaman að fá þig og Anja fór strax að spyrja hvenær þú kæmir eiginlega aftur!! LOL Greinilegt að pönnsurnar slóu í gegn hjá henni!!

    Vertu bara velkomin hvenær sem er!!
    Knús við "danir"

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds