Já ég fór til Odense í dag í eftirlit....niðurstaðan var semsagt að ég er með meðgöngusykursýki og blóðsykurinn er það sveiflóttur að ég á núna að sprauta mig á hverju kvöldi með insúlíni... Fyrsta sprautan er afstaðin og gekk mun betur en ég þorði að vona... Ég fann bara ekki baun fyrir þessu ;) Læknarnir vildu svo fá mig í eftirlit 1x í viku......en þar sem ég er ekki á bíl og þetta er ferlega langt og dýrt með lest þá var ákveðið að við yrðum í símasambandi 1x í viku og svo kæmi ég aftur eftir 3 vikur og þá á ég líka að fara aftur í sónar.

Það er bara jákvætt að það er vel fylgst vel með manni....en mér líst samt ekki eins vel á að ég á að eiga í Odense, líklega eitthvað fyrir áætlaðan tíma... Kanski er það bara allt í lagi líka, þarf bara aðeins að melta þetta og venjast tilhugsuninni um að það gæti hugsanlega líka verið ágætt að eiga þar... Það eru allir nefnilega búnir að hrósa fædingardeildinni hér í Sonderborg svo mikið að ég var eiginlega bara rosaglöð með að vera ekki á LSP eins og forðum daga!! Held að ég mundi frekar velja að eiga heima heldur á LSP aftur !! LOLOL

9 Comments:

  1. Anonymous said...
    Elsku stelpan mín, þetta hefur verið áfall. En ég heyri á þér að þú ert sterk. Vertu dugleg í hrámeti hverskonar, grænmeti og ávöxtum og forðastu allt hvítt, hveiti, sykur oþh. Áttu kraftmikinn blandar? Ef svo er þá skal ég senda þér nokkrar góðar smoothe uppskriftir sumar þeirra hráar/RAW sem er mjög gott mtt sykursýkinnar.
    kremjuknú,
    gugga
    Anonymous said...
    Ég varð að senda þér þetta mtt staðreynda síðasta bloggsins þíns.
    Ég var rétt í þessu að enda við að lesa dóma um þessa mynd/tilraun "Simply Raw: Reversing Diabetes in 30 Days" http://www.rawfor30days.com/store.html
    Sjálf er ég mjög hugfangin af hráfæði og vonandi hjálpar þetta eitthvað. Þessa mynd ætla ég amk að kaupa mér við tækifæri en ég á "The Encyclopedia of the Raw Food Lifestyle "
    knús,
    gugga
    Anna Leif said...
    knús í krús, hugsa til þín og kem eftir 3 vikur
    Þórunn said...
    takk Gugga fyrir þetta!! Ég á einmitt ekki blandara en ætla að kaupa mér einn slíkan (um leið og ég er búin að kaupa bíl!!)

    Hráfæði er einmitt eitthvað sem heillar mig mikið og ég vil sko endilega fá smoothis uppskriftir!!

    knús á þig!!


    oh Anna Leif, hvað ég hlakka til að fá þig!!!
    Anonymous said...
    Sæl verið þið öll, og til hamingju með litlu baunina.
    Þórunn ég hef reynslu af Odense, ég átti Anton Albert þar og gef 10 í einkun. Það er vel um mann hugsað og maður finnur að allt það besta er fyrir þig ;). ´
    Mér list vel á Hafdís Ása heheheh.
    Gaman að fá að fylgjast með ykkur og ekki laust við að ég öfundi ykkur af því að vera í Danmörku :).
    Kveðja til ykkar frá okkur á Akureyri
    Þórunn said...
    Æ það er nú gott að heyra Jónína!! Ég var einmitt svo svekkt yfir þessu, náttúrulega venga þess að ég var ekki búin að heyra neitt af deildinni þar.....

    Vertu nú ávalt velkomin í heimsókn ef "heimþráin" grípur þig mikið!!

    knús!!
    Þórunn
    Anonymous said...
    Ekki gott að þú sért komin með meðgöngueitrun Þórunn mín. En þú tekur þessu greinilega með jafnaðargeði eins og öllu öðru. Þetta gengur vonandi allt vel. Þeir passa sko vel upp á óléttu konurnar hér í DK og ég er viss um að það verður fylgst vel með þér. Það var æði að fá að koma með þér í sónar um dagin og ég held að ég hafi ekki verið neitt síður spennt en Önjuskkottið þitt.

    Hafðu það gott...og sjáumst vonandi fljótlega.
    Dísa
    Anonymous said...
    Ekki eru þetta góðar fréttir en þú stendur þig vel eins og alltaf. Ég sendi þér hlýjar hugsanir og farðu vel með þig. Þetta á örugglega eftir að ganga vel:-) Kveðja frá Tanganum. Snjólaug
    Anonymous said...
    ég væri sko til í ad fæda a fædingardeidinni herna, hrikalega huggulegt, en efast ekki um ad hun sé jafn god í OUH. hafdu thad gott :)
    kv. Dagny (x-nágranni)

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds