Mér er sagt að (Það var sagt mér..) að ég bloggaði víst sjaldan....Ég meina..það er ekki eins og það sé eitthvað mikið að gerast hér hjá mér ;) - ja eða þannig...

Video vikurnar tvær eru því miður liðnar, mikið ótrúlega var nú gaman!! Þær gengu þó ekki áfallalaust fyrir sig, ég náði ekki að klára mitt videó vegna tæknilegra örðugleika í skólanum (tölvan fraus og allt þurrkaðist út sem ég var búin að gera) en það kom þó ekki að sök, ég klippi þetta seinna bara mér til ánægju og yndisauka ;)

Vikunum lauk með kvikmyndasýningu sem var alveg rosalega skemmtileg! Þar var afrakstur viknana sýndur og veitt voru bikarar fyrir flottustu videóin.

Hafdísar videó fékk verðlaun fyrir túlkun á skilaboðum var hún sko vel að þessu komin, enda rosaflott skilaboð og æðisleg útfærsla á þeim! Ég tók þetta auðvitað pínu til mín, þar sem ég var myndatökumaður í videóinu.......en sko.....það hefur samt víst lítið með túlkunina að gera.........eh....en allt í lagi! það er sko betra en ekkert!!! LOLOLOL Myndbandið var tekið upp í mígandi rigningu.....þannig að hún fórnaði sér aldeilis í þágu listarinnar!! (ég stóð undir regnhlíf allan tímann...maður varð sko að vernda kameruna!!!)

Núna erum við að vinna auglýsingar fyrir skólann...við Hafdís erum að vinna þær hér heima, þannig að við sleppum við að fara uppeftir, amk þessa vikuna...sjáum til með þá næstu ;)

Ég skrapp í leikfimi með Önjuskottið í dag. Það er svona leikfimi bara fyrir stelpur og þar hittum við Sigrúnu Önnu og Anítu dóttur hennar sem er jafn gömul Önju og líka nýja konu sem flutti hingað fyrir stuttu ásamt dætrum sínum sem báðar eiga að fara á Klövemarken eins og Anja. Eldri stelpan er jafn gömul henni og Anja ætlar svo að hjálpa henni að læra dönsku!! LOL Það verður gaman fyrir hana að fá aftur íslenska stelpu á deildina, hún er búin að vera svolítið brotin síðan Dagný Eva vinkona hennar hætti...

Ég er svo að fara aftur í meðgöngueftirlit til Odense í fyrramálið þannig að það er eins gott að fara að drífa sig í bólið ;)

1 Comment:

  1. Anonymous said...
    Heil og sæl heillin.

    Ég datt út af blogginu þín ca í júlí í sumar en nú hef ég náð þér aftur.Til hamingju með afmæli dótturinnar og ansi hreint líst mér vel á nafna tillögurnar hjá henni. Hafdís Ása er náttúrulega topp nafn eins er Hörpu, Gyðu, Lóu og Önnu nafnðið hljómfagurt með því fyrra. En ef þú kemst í alger þrot þá má alltaf íhuga Guðbjargar nafnið LOL!
    Ég sé að þú nýtur þín í skólanum, ferlega sem þetta eru spennandi kúrsar sem þú ert að taka.
    Ég vona að þú náir járninu upp og blóðsykurinn verði til friðs. mundu verkefnið frá því í fyrra eitt epli á dag. ekki slæmt að narta oftar í epli þessar vikurnar frekar en brauðmat hverskonar.
    Farðu vel með þig og verðum í bandi sem fyrst aftur.
    knús,
    gugga

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds