Gaman í skólanum...

Það er búið að vera rosalega gaman í skólanum undanfarið... Við erum með gestakennara frá USA sem er að kenna okkur video upptöku, klippingu, hljóðvinnslu og svoleiðis ;)

Ég var nú eiginlega ekkert spennt fyrir þessu áður en það byrjaði, var að rembast við að vera jákvæð...og jú ég þurfti að rembast, því video hefur hingað til ekki heillað mig.. en ómæ hvað þetta er búið að vera gaman!!! Á morgun ætla ég að prufa að búa til promo video sem á að vera með Önju í aðalhlutverki...Sjáum til hvernig það gengur og kanski skelli ég því á netði ef það verður byrtingarhæft ;)

Annað er bara allt gott að frétta... Minnsta skottan, bumbubúinn sko dafnar vel, stækkar og sprikklar eins og henni væri borgað fyrir! Ég var send í test til Odense á fimmtudaginn, en þar sem allt leit bara mjög vel út þá fór ég bara heim aftur en á að mæla í mér blóðsykurinn í 2 vikur. Hann er búin að vera rokkandi undanfarið og hér vilja menn vera 200% vissir um hvað er í gangi. Bara gott mál ;) Ég á svo að koma aftur þangað eftir 2 vikur.

Veriði nú dugleg að kvitta í gestabókina! Það er gaman að sjá ef einhver er að lesa hér ;)

8 Comments:

  1. Anonymous said...
    Kvitt - kvitt - Mamy!
    Anonymous said...
    Kvitt kvitt Hafdís......með lang flottasta nafnið :)
    Anonymous said...
    Ef thú laerir ad gera subtitles á myndir, máttu endilega kenna mér thad, thad er mestu vandraedin mín ;) en gott ad thú hafir thad gott. Bid ad heilsa öllum :)
    Anna Leif said...
    kem 11. okt. til Köben, má ég koma og vera 11. og 12.?
    Þórunn said...
    Það líst mér mjöööög vel á...ég er í fríi einmitt þá ;) !!!!


    Hlakka mikið til að fá þig ;)
    Anna Leif said...
    frábært... ég tel dagana!
    Anonymous said...
    Hæ sæta :-)
    Vá þú ert alltaf jafn öflug. Gaman að sjá hvað allt gengur vel
    kveðja
    Guðbjörg
    Anonymous said...
    Gaman að líta við og sjá hvernig gengur í danaveldinu. Frábært að Anja skyldi fá að sjá að sjá bumbubúann í "eigin" persónu.
    Gaman að sjá allar hugmyndirnar hennar Hafdísar að nafninu á dömuna - eins gott að hún verði ekki hann !!! Skilaðu góðri kveðju til Hafdísar, skrítið að vera oft og mörgum sinnum búin að kíkja á myndir hér en "fatta" aldrei Hafdísi ;o)
    Farðu vel með þig Þórunn, og ofgerðu þér ekki í skólanum
    Bestu kveðjur, Sigurbjörg,Axel og Anna Bíbí

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds