Afmælisdagur

Þar kom að því að ég á afmæli í dag! Ég mundi að vísu ekki eftir því fyrr en ég fór á feisið og sá fullt af kveðjum LOL ætli það mætti ekki flokka það undir nokkurskonar afneitun!! LOL Ég vorkenni mömmu þó alltaf svo á þessum degi...minnir mig alltaf á hvað hún er ferlega gömul orðin! LOLOLOLOL

Þetta var annars rólegur dagur, ég var bara heima þar sem ég var mjög eftir mig eftir ferðalagið til Odense í gær... sem bæ ðe vei gekk bara vel! og tók því bara rólega. Ungarnir mínir bökuðu dýrindis köku handa mér í tilefni dagsins...Anja var að vísu ekki alveg sátt við að ég skyldi ekki bjóða Dagnýju Evu vinkonu sinni í afmælið en ég benti henni á að í mínu afmæli væru bara 2 gestir, hún og Andri LOL. Henni fannst þetta frekar lélegt!! Hún æltar samt að kaupa pakka handa mér seinna þegar hún kemmst í dótabúðina segir hún LOLOL

Hér er mynd af kökunni góðu, en hún er algerlega skreytt af Önju, sem fannst óþarfi að spandera fleiri kertum á hana!! LOL Þar sem ég borða helst ekki krem þá var skilið eftir rönd fyrir mig sérstaklega ;)

From 2008-10-30


Að öðru...ég fór sem sagt til Odense í gær í eftirlit sem kom bara vel út og ég þarf ekki að koma aftur fyrr en eftir 3 vikur. Ég sat líka fyrirlestur um fæðingar og börn sykursjúkra sem var ágætt líka...en það kom samt ekkert mikið fram sem ég vissi ekki.
Aftur á móti komst ég að því að ef ég fer sjálf af stað þá þarf ég sjálf að koma mér uppeftir...mér líst ekki alveg nógu vel á það...ég meina ætli það mundi virka að hringja í þá og segja þeim að það sé sprungið á hjólinu mínu og hvort þeir geti mögulega sent sjúkrabíl eftir mér? ahahahaha sé þá í anda fá þessa fyrirspurn!!

Ég er samt búin að ákveða að ég ætla ekkert að stressa mig á þessu, ef ég fer af stað, þá ætla ég bara að fara á fæðingardeildina hér og láta þá sjá um að koma mér til Odense ef þeir telja það algerlega nauðsynlegt...mér finnst sjálfri þetta óþarfa vesen, ég er alveg viss um að það hafa fæðst fullt af heilbrigðum börnum út um allt án þess að hafa fæðst á einhverju háskólasjúkrahúsi sem sérhæfir sig í mótttöku á börnum sykursjúkra...ég hef engar áhyggjur af þessu, en auðvitað á ég uppfrá ef ég verð sett af stað eins og planið lítur út núna ;)

9 Comments:

  1. Helga Hin said...
    Þetta er nú aldeilis girnileg kaka! Eitthvað annað en sú búðarkeypta sem við borðuðum í dag... eða fengum okkur bita af því hún var svo mikið ekki-góð!
    Til hamingju aftur...
    Þórunn said...
    Takk takk!! Já þessi var svo mega góð!!
    Anonymous said...
    Til hamingju með afmælið mín kæra.
    Unknown said...
    Til hamingju með daginn!!!!!!!!!!!!!
    Það er munur að eiga eiginmann sem man alltaf eftir afmælisdeginum.
    Ég þekki einn sem mundi það eftir viku að konan hans ætti afmæli, hún skyldi víst við hann!!!!!!!!!!
    Bið að heilsa öllum.
    Bender
    Þórunn said...
    ahahahhahahahaha já elskan!! og þú hringdir í tilefni dagsins.....eða nei.......hm.......það var ég sem hringdi!!!!!!!!!
    Anonymous said...
    Til lukku með gærdaginn Þórunn mín. Dagný Eva er ekki búin að tala um annað en að heimsækja vinkonu sína síðan þær hittust. Eins gott að hún vissi ekki af kökunni :)

    Kv,
    Dísa
    Anonymous said...
    Til hamingju aftur kæra frænka.. og gangi þér ofsalega vel þessar síðustu vikur meðgöngunnar.
    Anna Leif said...
    Til hamingju með afmælið sem ég vissi ekki af fyrr en ég opnaði bloggið í dag!
    Hugsa til þín...Anna Leif
    Anonymous said...
    Hæ, bara ég að kíkja.
    Hafdís

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds