Haustfrí

Já við erum sko í haustfríi núna! Alveg er ég fylgjandi því að íslenskir skólar taki þetta upp, svona alvöru haustfrí! ekki bara langa helgi eins og er í sumum grunnskólum landsins. Hér er vikufrí í grunn, framhalds og háskólum.

Þetta er þvílíkur lúxus...ja nema ég ætlaði að vera alveg mega dugleg að vinna upp slatta af ókláruðum Java verkefnum, en það hefur farið eitthvað lítið fyrir því LOL Að vísu fór ég upp í skóla í gær að læra, við eigum nefnilega að skila einu hand in á mánudaginn og við Valey erum að vinna það saman, en það er eiginlega ferlega létt.

Síðan gerðust undur og stórmerki í dag! Ég skrappaði! Já, í fyrsta sinn síðan ég flutti þá dró ég upp skerann minn, pappírinn og myndirnar og skrappaði smá!! Ég er að gera svona minialbúm, sem verður vonandi ferlega flott...en ég mun ekki setja neinar myndi á netið fyrr en þetta er tilbúið ;-) Það er sko til að pressa á mig, því mér finnst svo gaman að sýna það sem ég geri! LOLOL

Anja fór heim úr leikskólanum með Hafdísi í dag, hún er í aðlögun þar fyrir Póllandsferðina. Henni fannst ferlega gaman og ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að það verði nokkurt vandamál fyrir hana að gista þar þegar þar að kemur. Andri er búin að svæfa hana undanfarin kvöld...fyrst var hún brjálæðislega ósátt við þetta og grenjaði þar til hann flúði út...og ég kom inn til að tala við hana!! Ég fór nú ekki inn til hennar til að gefa neitt eftir, heldur til að bjóða upp á smá val sem var að hún sofnaði ein eða með Andra...þrjóskupúkinn litli valdi að sofna ein!!! Eftir það hefur hún valið að sofna með Andra sem er svo milku fljótari að svæfa hana heldur en ég! Hann er svoo duglegur!!

Annars er Gunni að koma á fimmtudaginn! Hann hefur ekki komið síðan í september...sem mér finnst eiginlega of langt!! en hann stoppar fram á þriðjudag. Ég ætla að skjótast til Köben að sækja hann, en síðan ætla ég að senda hann í flugi til baka héðan...það er töluvert ódýrara en að taka bílaleigubíl og keyra hann ;-) Hann er að verða svo ótrúlega mikill ferðalangur þessi maður minn!!

Jæja, læt þetta gott heita í bili...nema best að segja ykkur lesendum frá því að ef einhvern vantar íbúið hér í Sönderborg í viku eða 2 þá er ég með 2 á leigu frá 15. nóv til 1. des en ég þarf bara eina! Sem sagt, fullt af plássi laust ef einhver vill nota sér tækifærið og vera í fríu húsnæði í friði!! LOL

2 Comments:

  1. Anonymous said...
    Njótt frísis.
    þessi börn þín eru gull molar :-)
    kv,
    gugga
    Anonymous said...
    Knús

    Eva Björk í bloggskoðun.

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds