Koloni her vi kom!

Ég var að enda við að pakka niður fyrir skottið mitt!!! Hún er að fara í Koloni í 2 heilar nætur!! Ómædog........ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta... Þetta verður eflaust mjög skemmtilegt fyrir krakkana, en mér finnst hún allt of mikil mömmumús til að fara að heiman svona með leikskólanum að gista! Jamm, en maður verður víst bara að bíta í það súra að það sé tímabært að teyja aðeins á naflastrengnum LOL

Hún var reyndar alveg harðákveðin að fara ekki baun. Ég ætlaði alveg að leyfa henni að ráða þessu sjálf og svo á föstudaginn sagði hún mér það að hún ætlaði sko með! ;) Vonandi gugnar hún ekkert þegar hún er komin á staðinn ;)

Annars er skólinn byrjaður hjá mér......það er verulega erfitt að fara að sofa, sofa alla nóttina og vakna svo á réttu tíma!! Ég tala nú ekki um hversu erfitt er að halda sér vakandi allan daginn!! LOL úff!! Það ætti að banna sumarfrí ;) Ég fór í rúmið til dæmis fyrir kl. 10 í gærkvöldi - sofnaði rúmlega 11........og vaknaði um kl. 3!!! Vakti svo til 5....og svaf yfir mig!!!!! kræst! Þetta kemru samt alveg örugglega með tímanum...

Var annars í tíma hjá Speedy Consales í dag.........hann hefur greinilega ekki farið á rítalín í sumarfríinu...og byrjaði kennsluna með trukki og dýfu sko! Vorum að prufa nýtt forrit, að klippa saman video og setja hljóð við...það var mjög skemmtilegt, en ómæ hvað maðurinn er ör og erfitt að fylgja honum eftir!!! - allavega á ég erfitt með það með minn athygglibrest! LOL Við erum að hugsa um að splæsa í nudd handa karlinum!! hann slakar þá kanski eitthvað á LOLOL

5 Comments:

  1. Anonymous said...
    Heyrðu ég man þegar þú fórst í fyrsta sinn á Lödunni - nýbúin að fá próf - ómægod - ég var alveg í rusli og það drapst á bílnum rétt hjá hótelinu - mannstu????Mamy!
    Þórunn said...
    LOL já ég man sko eftir því!! en hey...það var nú frekar mikil kúnst að halda gulu hættunni gangandi stundum!!! ;) Ég ætla sko EKKI að sjá um æfingaakstur hjá honum Andra...nú og helst bara að reyna að fá hann til að keyra ekkert yfir höfuð!!

    En ég hef ekkert heyrt frá Koloni...sem er víst gott :/
    Anonymous said...
    Ég skal taka hann í æfingaakstur, hann verður örugglega brilljant bílstjóri!! Hvernig gekk í "Koloni"? Mamy!
    Þórunn said...
    fjúff já þú mátt sko kenna honum!! (bara eftir ca 20 ár! LOL)

    Ég hef ekkert heyrt frá Koloni, þannig að það hlýtur að ganga vel! En Andri vill helst vera mættur á leikskólann að sækja hana um leið og þau koma til baka...ég held að honum finnist eins asnalegt og mér að hafa hana ekki heima!! LOL Þau koma heim´i hádeginu á morgun ;)
    Anonymous said...
    Þetta er frábært að heyra - hlakka til að fara í æfingaakstur!!!!!! Mamy!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds