Det er helt sikker en pige!

Já! Ég (ásamt nokkrum öðrum LOL) er greinilega sannspá! Ég fór í sónar í dag vegna þess að ég hef ekkert þyngst á meðgöngunni...eiginlega bara léttst....og síðan er ég svo lág í járni og því var ég kölluð inn í aukasónar til að tékka á því hvort ekki væri allt í lagi með krílið..

Dísa kom með mér, þar sem mér finnst betra að vera ekki ein...svona just in case...og Önjuskottið fékk að fara með þar sem hún hafði verið hjá tannlækni fyrr um morguninn og var því í fríi frá leikskólanum.

Eftir langa bið vorum við loksins kallaðar inn... Ljósmóðinin sem tók á móti okkur var ferlega hress og sagði mér að hún ætti íslenska hesta...já við þurftum sko aðeins að ræða það!!! Nú og svo vatt hún sér að sónarnum...Anja var algerlega ein augu að fá að sjá þetta allt saman og fannst þetta mjög merkilegt! Hún sá krílið sjúga puttan...hreyfa sig og sprikkla...Þvílík upplifun fyrir svona stýri!! Síðan sagði ljósan okkur að þetta væri alveg greinilega stelpa sem ég gengi mér.....LOL...Það var svo fyndið að sjá viðbrögðin hjá Önju...hún ljómaði alveg og sagði "YEEESSS" VEI!!! sko ég vissi alveg mamma að þetta væri stelpa! Síðan fór hún að tala um að núna gætum við sko farið í bæinn (í H&M) og keypt kjólana!! LOLOL Ein svaka spennt!!

Síðan við komum heim er hún mikið búin að spá í þetta allt saman ;)

Við vorum svo heppin að ljósan sýndi okkur barnið í þrívíddarsónar!! Venjulega er það alls ekki í boði hér...nema einhverjar læknisfræðilegar ástæður liggi fyrir ...en hún sagði okkur að það væri svo miklu skemmtilegra að skoða barnið svoleiðis ;) Æðislegt alveg!

Læknirinn var aftur á móti ekki svo glaður með mig... Það er sykur í þvaginu og nú á ég að fara í rannsókn inn á sjúkrahúsið í Odense sem tekur ca 2 daga...Hann sagði það að vísu mjög jákvætt að ég hef ekki þyngst neitt og blóðþrýstingurinn er eðlilegur, en þar sem sykurinn hefur verið svo óreglulegur hjá mér í gegnum tíðna og ég fékk meðgöngusykursýki í lokin á síðustu meðgöngu þá er allur varinn góður og þeir vilja fylgjast vel með...

Jamm...maður tekur þessu bara og vonandi er þetta ekki eitthvað sem maður þarf að hafa stórar áhyggjur af...

7 Comments:

  1. Anonymous said...
    Þetta er örugglega ekkert til að hafa áhyggjur af - gaman fyrir Önju að fá að sjá fóstrið! Kveðja til allra - Mamy!
    Unknown said...
    Hæ, Æði. Þú kannt þetta alveg bara hlaða niður stelpum.
    Þetta á allt eftir að ganga vel hjá þér. Þú ert í góðum höndum og vel fylgst með ferlinu.
    Þetta er bara spennandi.
    Anonymous said...
    Gangi þér vel Þórunn mín, þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Þetta var svona þegar ég gekk með krílin mín tvö, endalausar rannsóknir. Og ekkert kom út úr þeim sem áhyggjur var að hafa af. Knúsur, Elsa Lára.
    Anonymous said...
    Lítið stelpukríli :)

    Hvernig brást nú Andri við þessum upplýsingum?

    Knús
    Eva Björk
    Anonymous said...
    Má maður koma með hugmyndir af nöfnum hérna í commentunum?
    1) Hafdís
    2) Hafdís Ása
    3) Hafdís Rut
    4) Hafdís Sara
    5) Hafdís Ásta
    6) Hafdís Karólína
    7) Hafdís María
    8) Hafdís Rebekka
    9) Hafdís Sólbrá
    10) Hafdís Ísak,
    gengur kannski ekki.
    11) Hafdís Erla
    12) Hafdís Saga
    13) Hafdís Telma
    14) Hafdís Lena
    15) Hafdís Linda
    16) Hafdís Margrét
    17) Hafdís Rósa
    18) Hafdís Elva
    19) Hafdís Karen
    20) Hafdís Íris
    21) Hafdís Berglind
    22) Hafdís Sonja
    23) Hafdís Díana
    24) Hafdís Tinna
    25) Hafdís Hugrún
    26) Hafdís Hulda
    27) Hafdís Guðný
    28) Hafdís Harpa
    29) Hafdís Sandra
    30) Hafdís Ragnheiður
    31) Hafdís Sigurborg
    32) Hafdís Björk
    33) Hafdís Rakel
    34) Hafdís Gyða
    35) Hafdís Gerður
    36) Hafdís Inga
    37) Hafdís Ásta
    38) Hafdís Eyrún
    39) Hafdís Særún
    40) Hafdís Brynja
    41) Hafdís Jónína
    42) Hafdís Dagrún
    43) Hafdís Lóa
    44) Hafdís Elín
    45) Hafdís Guðlaug
    .......ha hvernig líst þér á þessar hugmyndir?
    Anonymous said...
    Æ gleymdi að kvitta...sorry
    Kveðja Hafdís
    Anonymous said...
    og mer dettur audvitad fleiri nofn i hug. Getur komid ser vel fyrir ykkur ad hafa fengid fjolbreyttar hugmyndir:

    46) Hafdis Thorhildur
    47) Hafdis Ragnheidur
    48) Hafdis Ragnhildur
    49) Hafdis Gunnrun
    50) Hafdis Jorunn
    51) Hafdis Raggy
    52) Hafdis Kamilla
    53) Hafdis Anna
    54) Hafdis Elinborg
    55) Hafdis Herdis
    56) Hafdis Alma
    57) Hafdis Gudridur
    58) Hafdis Stefania
    59) Hafdis Sesselia
    60) Hafdis Borghildur
    61) Hafdis Adalheidur
    62) Hafdis Holmfridur
    63) Hafdis Heidrun
    64) Hafdis Ester
    65) Hafdis Valgerdur

    ......vona ad tetta hjalpi eitthvad

    Kvedja Hafdis

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds