Nýtt verkefni á enda

Já nú er enn eitt verkefnið á enda hjá mér! Í dag vorum við að skila verkefni sem við áttum að gera fyrir Hárgreiðsluskóla í Odense. Þetta var ansi viðfangsmikið verkefni þannig lagað...við áttum að búa til nýja heimasíðu fyrir skólann sem virkaði alveg frá a - ö.. Ég var í hóp með Hafdísi, Brian og Henriettu og völdum við að fara þá leið að þessu að hver og einn ynni með forrit sem hann væri ekki vanur þannig að við fengjum nú eitthvað út úr þessu.

Við vorum bara mjög sátt við útkomuna og við lærðum alveg helling af þessu!! Þar sem ég var á Íslandi helminginn af projectinu þá ákváðum við að ég kæmi bara inn þar sem þörf væri á og það varð úr að ég vann með Hafdísi að hönnun síðunnar í Dreamweaver. Hvorug okkar hafði opnað þetta forrit áður þannig að þetta var oft á tíðum ansi mikið - kanski óþarflega mikið ströggl hjá okkur sem við hefðum ekki verið í ef við hefðum kunnað eitthvað á forritið, en við lærðum þvílíkt á þessu að það er bara á við margar kennslustundir!!!

Síðan var kynningin í dag. Við byrjuðum og gekk þetta bara vel hjá okkur, amk fengum við mjög góð komment bæði á kynninguna og verkefnið í heild sinni. Að vísu vorum við frekar óhress með suma samnemendur okkar sem sáu sér ekki fært um að þegja heldur flissuðu og kjöftuðu á meðan á kynningunum stóð. Það var einn hópur sem var svoleiðis að það var áberandi og pirrandi hvað þau voru blaðrandi og flissandi eins og smá krakkar á meðan á öllum kynningunum stóð! Þetta var mjög slæmt þegar maður var að reyna að hlusta á hvað þau sem voru að kynna voru að segja, en studum heyrðist það alls ekki þar sem fíflagangurinn var svo mikill. Reyndar kom einn meðlima í "flisshópnum" til okkar síðar og bað afsökunnar á þessu. Hún hafði stöðugt verið að sussa á eina í hópnum en án árangurs. Hópurinn okkar var ekki sá eini sem var undrandi á þessum dónaskap.

Annars gengu kynningarnar mjög vel fyrir sig og gaman að sjá hvað fólk var með ólík verkefni. Flest allir kynntu verkefnin sín með mikilli prýði, töluðu án þess að lesa upp af blaði og voru flottir á því! Það er virkilega gaman að þessu, hellingur sem hægt er að læra af hinum og einnig mjög gott að fá feedback fyrir komandi verkefni.

Næsta verkefnið er síðan lokaverkefnið á önninni þar sem við eigum að gera svona portfolio um okkur....kynna hvað við erum búin að gera í vetur og ef til vill það sem við höfum gert áður en við komum í skólann. Ég er núþegar komin með hugmynd í kollinn, get ekki beðið með að byrja en ætla að lesa mér aðeins betur til um forrit sem koma til greina í vinnuna við þetta áður en ég byrja....enda liggur ekkert á, það eru 2 vikur í að við eigum að byrja!!

5 Comments:

  1. Anonymous said...
    Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og lærði sko mikið af því, enda er það nú reyndar tilgangurinn ;)

    Ég er alveg sammála þér með þennan flissandi hóp. Óþolandi dóna- og barnaskapur. Ég er ekki viss um að "viðkomandi" væri til í að flissað og pískrað yrði á meðan hún stæði þarna uppi, þó einhverjum hafi jafnvel þótt fullástæða til. Hvað þá að standa þarna ein og kynna eins og einn gerði, samt var hægt að flissa á meðan. Þetta er náttúrulega bara algjör þroska- og tillitsleysi.

    Ég hlakka svo til að byrja á portfoli-inu. Hausinn á mér er líka kominn á fullan snúning :)

    Kveðja Hafdís
    Anonymous said...
    Til hamingju með verkefnið! Þetta er allt annað síðan það var fækkað í hópnum, þetta er eins og fótboltalið, þeir lélegu eru sendir heim.
    Reyndar eru til stelpur á aldrinum 7-8 ára sem eru alltaf að flissa. Það styttist í lokaverkefnið en þá verður vonandi leikskólinn opin eða námskeið í mannlegum sett á á sama tíma fyrir "flissarann".
    Gunni.
    Anonymous said...
    kvitta fyrir komuna

    kv. Eva Björk
    Anna Leif said...
    takk fyrir síðast Þórunn:)

    Bara ein spurning, hvar var kennarinn á með á kynningunum stóð, er einginn agi hjá honum?
    Þórunn said...
    jamm segðu!! þeir voru meira að segja 5 inni í stofunni!!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds