Vá 13. apríl!!!

Hvert fór tíminn eiginlega??? Það er víst rétt hjá henni mömmu að ég er ekki búin að vera dugleg að blogga undanfarið LOL en það er nú víst þannig að það er ótrúlega skemmtilegt í þessum blessaða skóla þannig að maður er svolítið mikið lærandi öllum stundum!

Sem dæmi, þá var ég búin að ákveða að eiga frí frá náminu í dag og fór því í að taka til í herberginu hennar Önju nú og fyrst ég var komin með ryksuguna í hendur þá ákvað ég auðvitað að ryksuga restina af húsinu... Síðan skrappaði ég eina síðu og þá var klukkan bara um 9 minnir mig...þannig að ég fór í að leita að upplýsingum um hvernig maður setur inn link á bakgrunn sem er eingöngu inni í css en ekki í Dreamweaver bakgrunninum......(ef einhver getur frætt mig á því þá er öll hjálp vel þegin!!) þannig að ég gúgglaði hinar ýmsu útgáfur af þessu vandamáli og fann auðvitað heilan helling af upplýsingum sem ég las auðvitað allar...þar sem mér finnst svoooo ótrúlega gaman að lesa svona leiðbeiningar! (þetta er ekki grín) En þar sem ég fann ekkert út úr þessu og hafði ætlað að eiga frí í dag þá bara hætti ég að hugsa um þetta og fór í staðinn að skoða skrapp á netinu...nokkuð sem er alveg nauðsynlegt! Ég fann fínar síður um Digi skrapp sem ég á eftir að lesa betur ;)

Annars er bara gott að frétta hér, vorið er komið, 13 stigi hiti í dag og sól. Valey kom í mat í gærkvöldi í tilraunaeldhúsið mitt og sveimérþá ef ég fer ekki bráðum að gefa út matreiðslubók eldhúsaulans!! LOL Ég galdraði fram þessar dýrindis kjötbollur með piparosti og blaðlauk ;) það var semsagt inní þeim...osturinn og laukurinn... Þetta var bara gott, sérstaklega með þessu yndislega hvítvíni sem Valey bauð uppá!

Jæja, hef þetta ekkert lengra í bili...

12 Comments:

  1. Helga Hin said...
    Oh, ég bíð ennþá spennt eftir að okkur verði nú loksins boðið í mat til þín!
    Þórunn said...
    ahahahhahaa það kemur að því....þegar ég eignast aðeins fleiri diska! og þá get ég sko alveg gefið þér kjötbollur með piparosti!!
    Anonymous said...
    Ég væri nú alveg til í að smakka þær líka - mamma gerði aldrei svona bollur!!!!!Kærar kveðjur - Mamy!
    Anonymous said...
    Ég var alltaf búinn að segja þér að þú ættir eftir að vera með matreiðsluþátt á STÖÐ TVÖ og gefa út bók um sama efni. Nú þarf ekki að fá neinn til að brjóta um bókina, þú gerir það bara sjálf.
    Bender
    Þórunn said...
    ahahahahhaah- verst að það vill enginn gefa hana út!
    Anonymous said...
    Bender gefur hana strax út!!Mamy!
    Anonymous said...
    Gleðilegt vor! vottar aðeins fyrir afbríðisemi hérna ;-) Njóttu veðurblíðunnar.
    kv,
    gugga
    Anonymous said...
    Helga, spurning um að við kaupum nokkra diska handa henni. Við yrðum ekki lengi að borða upp í kostnað.....ég meina úr því að matarboðin standa bara á þessum diskum!!!
    Kveðja Hafdís
    Helga Hin said...
    Nákvæmlega Hafdís!!!
    Spurning bara um að slá saman í örfá stykki. Ég get líka alltaf fundið nokkra ódýra á loppu.
    Þórunn said...
    Gugga mín, þú ert velkomin hingaði í húsmæðraorlof hvenær sem er og ég get garenterað það að það mun ekki snjóa!!

    Helga og Hafdís....af hverju haldið þið að ég eigi bara 4 diska??? það er auðvitað vegna þess að ég borða sko ekki af einhverju ódýru rusli!! Loppu hvað??
    Helga Hin said...
    Þú hefur nú borðað hér oft og margsinnis af diskunum mínum sem voru GEFINS - svo mikið rusl voru þeir nú!

    Léleg afsökun!
    Anonymous said...
    Hafdís og Helga örvæntið ekki... Þegar ég flyt til ÍSlands fær húnn alla 4 diskana mína ásamt bleikum plastdiskum, þá hefur hún enga afsökun lengur ;)

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds