Ég er loksins komin í netsamband! Kræst hvað þetta er búið að taka á! Að vera bæði síma og netlaus! Nei það er ekki það sem ég vil búa við dags daglega LOL

Nú er Kanarí alveg að detta inn, bara 4 dagar og við getum ekki beðið! Önjuskottið er þó nokkuð sama, hennar tilhlökkun snýst um Jóla og skóinn á morgnana. Hún teiknaði mynd og gaf Stekkjastaur kex og hann launaði fyrir sig með litum og litabók sem hún var ægilega ánægð með. Giljagaur hitti heldur betur í mark þegar hann gaf henni svona prinsessuskó við prinsessukjólinn hennar...þeir eru með hælum! Og hún er meira að segja búin að æfa sig að hlaupa á þeim!

Stúfur er samt algerlega númer eitt hjá pæjunni því hann gaf henni varalit í nótt!! Ji hvað hún var glöð! Hún hoppaði til og frá og setti á sig aftur og aftur...þetta er að vísu bara glært gloss en þegar maður er 4 þá er það sko fullkomið! Hún vildi taka þetta með í leikskólann í morgun en ég sagði henni að hún mætti það ekki....hún þrætti smá og sagðist vilja sýna konunum þetta...en ég sagði henni að hún gæti bara sagt þeim frá þessu...en það gat hún ekki , því hún vissi ekki hvað þetta héti á dönsku!

Ég hélt að málið væri útrætt þegar hún fór að spyrja í hverju hún ætti að fara í í leikskólann...sem sagt hvort hún ætti að vera í úlpu eða galla...þar sem hún var svo laumuleg þá spurði ég hana hvort hún ætlaði að setja varalitinn þar...já sagði hún - því ekki lýgur maður að mömmu sinni!! Ég gat ekki annað en glott og leyfði henni að laumast með þetta - lét sem ég hefði ekki tekið eftir þessu! LOLOL

0 Comments:

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds