5. des

Hæhæ, við erum enn netlaus! Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma!

Annars er allt fínt að frétta héðan, mamma skaust í heimsókn með Halldóru á sunnudaginn og var rosalega gaman að hitta þær. Þær stoppuðu ekki lengi, bara nokkra klukkutíma en það var samt gaman! Við borðuðum hjá Helgu, þýskan kjúlla sem klikkar sko aldrei!

Í gær fór ég í heimsókn í skólann upp í Kolding og mér líst bara rosalega vel á hann...satt að segja get ég ekki beðið eftir að byrja...verst að ég þarf að bíða til janúarloka!! Aðstaðan þarna er rosalega flott, enda skólinn nýfluttur í nýtt húsnæði. Ég fór síðan aðeins í Kolding Storcenter.......sem er sko næstum því við hliðina á skólanum....(leiðinlegt fyrir mig!!!) og ómæ hvað það er gaman að koma í þetta moll! Ég keypti mér úlpu, bol og slatta af jólaskrauti svona til að lýsa upp myrkrið hjá okkur LOL

Nú er bara næsta verkefni að lifa af þessa skóladaga sem eftir eru í EUC syd og fara að pakka niður! Kanarí er alveg að bresta á sem betur fer...og ég er búin að panta sól og gott veður allan tímann!! Stefni að því að vera á bikini á aðfangadag! LOL

0 Comments:

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds