Home sweet home!

Já ég nennti ekki að blogga á Kanarí! enda nettengingin ekki til að hrópa húrra yfir og ég rosalega upptekin við að verða brún!! LOL

Þetta jólafrí var semsagt bara æðislegt í alla staði! Veðrið var gott, stundum svolítið hvasst en ekkert sem maður þekkir ekki þegar maður hefur búið á Blöndósi!!

Við fórum mikið á ströndina eftir að Anja hresstist og það var bara geggjað að leika sér í briminu og öldunum! Anja lét sér nægja að byggja sandkastala og hoppa smá í flæðarmálinu, enda ekki mikið fyrir sjó daman!

Sundlaugargarðurinn var líka óspart nýttur, enda auðvelt að liggja þar eins og skata á grilli! Anja eignaðist leikfélaga, 4ra ára strák frá Englandi og það skipti engu þó þau gætu ekki talað við hvort annað með hefðbundnum hætti, þau skildu hvort annað samt!

Já þetta var æði! og ég mæli með þessu hóteli sem við vorum á, Corona Blanca, það er svo frábærlega vel staðsett! Stutt í allt!

Við átum nátturulega á okkur gat þarna......fórum út að borða nærri því öll kvöld og fundum líka bar sem seldi Mojito!!

Gunni varð 50 þann 3. jan og við hjónakornin fórum út að borða(hvað annað!) bara 2. Við fórum á stað sem ég var búin að langa til að prufa síðan við komum, svona Texmex steikhús sem virtist alltaf vera troðið út úr dyrum öll kvöld! Það var sko ekki skrýtið að það væri alltaf fullt þarna! Maturinn var algerlega geggjaður! Gunni fékk sér argentíska nautalund.......með bernessósu (auðvitað) og ég fékk mér fajitas sem var sko örugglega fyrir 3! Það var æðislega gott og Gunni hafði á orði að þetta væri nú besta bernessósan sem hann hefði smakkað.......við erum að tala um mann sem fær sér steik með bernes næstum því í hvert sinn sem hann fer út að borða!! Sem sagt, 5 stjörnu staður og hann heitir El Rancho ef þið eigið leið um og viljið prufa!

Ég er í þessum skrifuðu orðum að dæla inn myndum frá Kanarí.......tók að vísu ekkert rosalega mikið af þeim....var svo upptekin við þið vitið..að verða brún!!! og það er nú ekki sniðugt að vera með myndavélafar í andlitinu!!!

Gleðilegt ár annars!! og endilega kvittið nú fyrir komuna.......ef það er einhver sem nennir að lesa þetta blogg LOLOL

3 Comments:

  1. Anonymous said...
    Knús Þórunn mín!

    Vonandi sé ég þig áður en öll brúnkan er horfin. Knús
    Anonymous said...
    Takk fyrir samveruna á Kanarý - þetta var ÆÐISLEGT!!!!Mamy!
    Anonymous said...
    Gleðilegt ár!
    Frábært að heyra að þetta var góð ferð og til hamingju með Gunna karlinn!
    Kveðja
    Kristín, Jens og Katrín Lára

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds