Já hann pabbi minn hefði orðið 70 í dag! Mér finnst nú alveg ótrúlegt að hugsa til þess...ég meina mér finnst svolítið mikið að eiga 70 pabba þar sem ég er svoddan unglamb sjálf LOLOL en svona er það bara...það eldast víst allir, ja kanski ekki hinu megin...held að við séum bara á besta aldri þar ;)

En já mér finnst það bara vel við hæfi á þessum merkisdegi að segja ykkur fréttir...(sko ef þið vitið þær ekki þá þegar!!) En við Gunni erum loksins búin að leysa eina af lífs gátunum og búin að fatta hvernig börnin verða til!!! Maður flytur bara úr landi og skilur manninn eftir heima!! Já við eigum von á barni... hvenær nákvæmlega er ekki enn orðið ljóst (heilbrigðiskerfið hér frekar hægt!) en það ætti að vera væntanlegt í desember ;)

Við erum auðvitað mjög hamingjusöm með þetta en höfum enn ekki hugmynd um hvað við gerum næstu mánuði... ég mundi auðvitað helst vilja klára námið mitt, ef það er mögulegt en það kemur allt í ljós ;)

Frekari fréttir seinna ;)

13 Comments:

  1. Unknown said...
    Hæ sæta!

    Innilega til hamingju með litla bumbubúann. Þett er aldeilis frábært!! Svona er þetta. Kannski alheimslögmálið hafi verið að verki. Hver veit.

    Gangi ykkur vel! Verum í sambandi.

    Knús,
    Stella
    Þórunn said...
    takk Stella!! Já veistu einhvernveginn er ég nú alveg sannfærð um að þetta var planað... bara ekki af okkur sjálfum ;)
    Anonymous said...
    Elsku Þórunn

    ég bara táraðist þegar ég frétti þetta núna áðan. INNILEGA TIL HAMINGJU! Það er greinilega málið, að vera í svona fjarbúð. Ég ætla að hringja í þig í dag eða kvöld.
    Er Gunni hér á skerinu núna?

    kveðja
    Sigrún
    Þórunn said...
    takk takk ;) já hann er heima...kemur vonandi fljótlega!! en jú fjarbúð er sko greinilega málið!! LOL
    Anonymous said...
    Til hamingju! Gunni er hér núna og ég spurði hvort hann væri örugglega pabbinn!!
    Það er náttúrulega orðin spurning hvernig þessar nýju símalínur eru.
    Bestu kveðjur
    Arnbjörg
    Anna Leif said...
    til hamingju elsku Þórunn:***
    hlakka til að hitta þig, er þetta rómans á Skarðsbrautinni? hehe
    Anonymous said...
    Til hamingju enn og aftur :D

    Knús Eva Björk
    Anonymous said...
    Elsku þið öll
    til hamingju með fermingabaunina:)
    kveðja Rós og kó
    Þórunn said...
    takk takk!!
    já Arnbjörg það eru náttúrulega dæmi um það í sögunni að börn hafi verið eingetin.... nú annað hvort er annað slíkt á leiðinni eða Gunni er pabbinn ;) LOLOLOL

    já Anna Leif...ég held að það sé alveg einstaklega frjór andi á Skarðsbrautinni ;)
    Anonymous said...
    Til Hamingju , ég þurfti nú að lesa þetta 4 sinnum til að trúa því :)
    enn og aftur til hamingju.
    Þú veist að ég get alveg sagt þér hvað þið eigið að gera í sambandi við samverustað.,.., BÚA Á ÍSLANDI auðvitað hahahahahah

    Bestu kveðjur Linda björk
    Anonymous said...
    Váá þetta eru æðislegar fréttir og ég samgleðst ykkur innilega og ef þú kemst að uppskriftinni máttu láta mig vita ;-)
    Þín Snjólaug
    Þórunn said...
    LOL takk takk, en uppskiftin er auðvitað bara að flytja úr landi og fara í fjarbúð!! ;)
    Anonymous said...
    :-)Enn gleðilegar og óvæntar fréttir stelpa. Lífið er ævintýri ekk satt?
    risastórt kremjuknús,
    gugga

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds