Fjör á ferðalögum!!

eða ætti fyrirsögnin kanski að vera fjörkálfar á ferðalagi? eða bara kanski fimmtugir (og eldri) á ferð? hm ég veit það sveimér ekki, en eins og alþjóð veit (líklegast) þá býr minn heittelskaði á Íslandi...við erum semsagt í fjarbúð og hann heimsækir okkur fjölskylduna eins oft og hann getur... ;) (eða svo segir hann LOL) Hann kom semsagt með henni mömmu (minni) um helgina en eitthvað var ég ósátt við hversu stutt þau ætluðu að stoppa...en ók...laugardagur til þriðjudags er betra en ekkert...ekki satt???

ja maður spyr sig!

Mamma er sko með í för til að kenna Gunna almennilega á hvernig það eigi að ferðast (kræst!!!) Sýna honum hvar hann kaupi miða í lestina og svoleiðis...skiljiði! Nú..Þau byrjuðu á því að missa af lestinni til Sönderborgar (horfðu á hana keyra af stað!!) Mamma segir að það hafi bara ekki staðið Sönderborg á leiðbeiningarskiltinu !!! (je rightt!!) Síðan komust þau hingað loksins...........og eyddu hér 2 yndislegum dögum í sól og blíðu og rúmlega 20 stiga hita.

Þau áttu svo flug í kvöld kl. 22:00 (eftir því sem mamma sagði!!!) því fóru þau í lestina kl. 16:00...betra að mæta snemma sko! Klukkan 16:30 hringir mamma og segir mér að flugið sé eiginlega ekki kl. 22:00.........heldur kl. 19:45 !!!!!!!!!!!! KRÆST!LOLOLOLOLOL lestin átti ekki að vera komin til Köben fyrr en um átta, út á Kastrup 20 mín yfir átta og ekki sjens að ná þessu...og engin seinkun hjá Icelandair.........aldrei þessu vant!!!

Ég hringdi í IE........ekkert annað flug í kvöld.........allt fullt á morgun...og hægt að fá miða með því að borga formúgu á milli annaðkvöld.......nú var íllt í efni, því þetta nútímafólk var ekki einusinni með kort til að borga gistingu! og allir vita að ég er alger nánös þegar kemur að því að skammta Gunna peningum, þannig að hann var bara með fyrir hreinustu nauðsynjum (nokkrum kaffibollum) !!! LOLOL

Ég sagði þeim bara að drífa sig út úr lestini þar sem þau voru komin, einhver mundi hugsanlega sækja þau.........ef þau færu ekki langt og týndust áður.......og nú eru þau á leið hingað til Sönderborgar aftur.

Þau fá ekki flug fyrr en á fimmtudag.......kl 14:00 að staðartíma, sem þýðir að þau þaurfa að taka lest héðan í síðasta lagi kl. 08:00......Það er spurning um að ég fari með þeim til að koma þeim örugglega úr landi!

Best að hætta, þau eru að detta inn úr dyrunum, en ómægod ekki ráða hana mömmu mína sem fararstjóra neinstaðar!!!!!!!!!!! já og eiginlega ekki heldur Gunna ef út í það er farið!! LOLOLOLOLOLOL

En við fjölskyldan erum nú afskaplega glöð yfir því að þau skuli stoppa lengur ;)

7 Comments:

  1. Anonymous said...
    Mamma hvað!!!!!!!Okkur langaði að vera lengur!!!!!!
    Þórunn said...
    LOLOL já æ ég skil það vel - ég meina þið eruð bara veðurteppt hér í blíðunni!!!
    Það er nú líka yndislegt að hafa ykkur lengur!!
    Anonymous said...
    hehe já allt gerist, en það er nú gott að þau skulu stoppa aðeins lengur :)
    Anonymous said...
    En það er líka áhættusamt að fylgja gestum í lestina....ég veit um eina sem var að kveðja gestina sína (inn í lestinni) og lestin lagði af stað!!!
    Kveðja Hafdís
    Þórunn said...
    ahahahahha ég segi nú ekki mikið!! Það er eins gott að vera bara heima!
    Anonymous said...
    LOL! þér varð þó amk að ósk þinni og fékkst að hafa þau lengur hjá þér.
    Ég mundi alveg vera undir fararstjórn mömmu þinnar, það yrði ævintýraferð hahahaha
    Anonymous said...
    sorry gleimdi að kvitta fyrir mig hér að ofan.
    knús,
    gugga

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds