Blessaða internetið...

Já ég er búin að vera netlaus í svolítinn tíma...aðeins að kenna Andra hvernig þetta var í gamla daga! LOLOL og ómægod drengurinn er meiri netsjúklingur en ég!! Ég hélt að það væri ekki hægt!

En það er búið að vera mjög gaman undanfarna viku hjá okkur. Kristín, Jens og Katrín Lára voru í heimsókn hér í Sønderborg og buðu þau okkur með í Lególand á mánudag. Það var bara geggjað! Anja hafði ekki farið áður þangað og kræst...maður þarf eiginlega viku með henni þar, því hún þarf að prufa ÖLL tækin! LOL Ég tók nokkrar myndir...en það gekk ekkert sérlega vel, því hún mátti bara ekki vera að því að stoppa!

Það eru svo fleiri myndir í albúminu ;)

Á miðvikudagskvöldið var okkur svo villisvín......og ég komst að því að það er geðvikt gott....en jafnframt líka jafn mikið svínakjöt og húsdýrin!!! Fimmtudagurinn var því bara rólegur hér heima....enda betra að vera nálægt klósetti!! Úff! en ég veit það bara næst ;)

Á morgun koma svo Gunni og mamma.......(loksins!!) en þau stoppa því miður bara fram á þriðjudag....mér finnst það náttúrulega ALLT OF STUTT!!! og það er spurning um að senda hann Gunna minn á svona námskeið í planleggingu og tímastjórnun þannig að hann geti tekið sér svosem eins og viku frí ;) En þetta er líklega betra en ekkert ...

Kennslan er svo búin í skólanum og nú er bara lokaverkefnið eftir sem er að búa til heimasíðu...það gengur ágætlega, nema ég hef ekki nennt að kíkja á það í heila viku ;) en við eigum ekki að skila fyrr en 24. maí þannig að það er svosem nógur tími eftir ;)

Bless í bili, og ég minni á íslenska símann minn sem er 496 0934 sem er núna kominn aftur í gagnið eftir að netið opnaði ;)

3 Comments:

  1. Anonymous said...
    Heyrðu ég hringi í hann þegar ég verð búin að fá mitt íslenska nr. sem fer alveg að bresta á :)
    Frábært að þið skuluð vera að fá Gunna ykkar "í heimsókn"
    Kveðja Hafdís
    Þórunn said...
    oh já, þá getum við talað og talað og talað.......alveg frítt!!!
    Anonymous said...
    Já vei þá lækkar símareikningurinn heheheheheh.
    Kveðja Hafdís

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds