Það er búið að vera geggjað veður hér í dag! Ég veit ekki hversu mikill hiti var en það var sem betur fer nokkuð hvasst þannig að það var alveg bærilegt ;)
Helga bauð okkur mæðgum með á ströndina í Skovby og það var alveg geggjað! Hún er svoo flott, sandurinn æði og sjórinn líka ;) Önjuskottinu var að vísu fljótt kalt, enda ekki eins vel einangruð og mamman, en hún skemmti sér konunglega og vill fara næstu 3 daga aftur...segir hún LOLOL Vonandi verður veðrið áfram svona gott þannig að við komumst meira á ströndina ;)
Annars er ég búin að finna það út að það eru nú fleiri leiðir að njóta góða veðursins en að fara út ;) Ég settist upp í gluggann hjá mér í svefnherberginu í gær og las í dágóða stund...eða þar til hitinn var orðinn óbærilegur...þá skellti ég mér bara í sólbað í rúminu ;) Það er bara geggjað að geta sameinað þetta svona....ég meina spáið í það.....ég get verið í sólbaði á náttfötunum!!
Önju fannst rétt að ég notaði sólarvörn!
Annars lenti ég í skemmtilegu atviki hér í dag þar sem við Anja biðum fyrir utan blokkina að bíða eftir Helgu... Ég tók eftir því að það stóðu 2 konur með kínverska dömu hinu megin við ljósin og auðvitað horfði ég og dáðist að stelpunni ;) Helga kom svo rétt í sama mund og þær voru að ganga fram hjá mér og hún kallar eitthvað til mín að hún ætli að beyja á ljósunum og leggja bara í stæði við blokkina þannig að við Anja snérum við og löbbuðum á eftir konunum... Þá snéri önnur þeirra sér við og sagði, ertu ekki Þórunn? LOLOL ég var nátturulega eins og rati eins ómannglögg og ég er...en kannaðist við barnið!! Þá voru þarna á ferð Helga og Stella Tong ;) sem var með okkur á námskeiði 3 hjá IÆ minnir mig ;) Já þetta er lítill heimur!
híhí frábær sólabaðsaðstaða.
Kv Rós
já, hann er oft undarlega lítill þessi heimur, skemmtileg uppákoma þetta.
njótið ykkar í sólinni.
tjaó,
gugga